19.9.2023 | 13:53
Hver borgar fyrir þetta?
Eitthvað hljóta nú þessir norsku kafarar að kosta. Þar sem þeir eru jú á vegum Hafrannsóknarstofnunar (eða hvað?) er spurning hvort hún þurfi sjálf að kosta þessar aðgerðir - og þar með íslenskir skattgreiðendur - eða hvort að sökudólgurinn, Arctic Fish, beri kostnaðinn?
Nú er það fullsannað að mikill fjöldi eldislaxa hefur sloppið úr kvíum þessa fyrirtækis í Patreksfirði og fundist ótrúlega víða í vestfirskum og norðlenskum laxveiðiám.
Ekkert heyrist þó frá stjórnvöldum hvort og þá hvaða refsiaðgerðum þetta norska fyrirtæki verði beitt og er allt eins líklegt að eftirmálarnir verði engir. Það má jú ekki flæma erlenda fjárfesta frá landinu (og helst þurfa þeir ekki að borga neitt til samfélagsins)!
Ekkert hefur heldur komið fram hvort eigendur laxveiðiréttinda, þar sem þessir eldislaxar hafa fundist, eigi rétt á einhverjum skaðabótum, hvað þá hve miklum.
Já, undarlegur er þessi heimur okkar orðinn og tjónkunin við peningaöflin, öðru nafni athafnaskáldin, ekki síst ef það eru útlendingar sem eiga í hlut.
Norsku froskmennirnir skutluðu tólf laxa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.