Morðið á Kamban

Ef nafnið Egon Al­fred Høj­land er gúgglað kemur aðeins upp ein persóna, sem var þingmaður Miðdemókrata á áttunda áratugnum. Hann var fæddur 1916 þannig að þetta passar alveg. 

Þessi flokkur var borgaralegur miðjuflokkur eins og nafnið gefur til kynna, svo það er óhætt að efast um að þessi maður hafi verið mjög róttækur anti-nasisti, og sem einnig má spyrja sig um dönsku andspyrnuhreyfinguna sem slíka. 

https://da.wikipedia.org/wiki/Egon_H%C3%B8jland

Sama má segja um Danina sjálfa á árunum fyrir stríð og fyrstu ár stríðsins. Fyrir stríðið þóttust þeir óhultir fyrir Þjóðverjum (þeir væru vinir þeirra þó svo að nasistarnir væru við völd) og létu herinn drabbast niður. Þeir voru og samvinnuþýðir til að byrja með í stríðinu meðan stríðsgæfan var með Þjóðverjum, sendu m.a. 60.000 manns til að berjast með þeim á austurvígstöðvunm (þá var það gegn helv. kommunum), en voru fljótir að snúa við blaðinu þegar stríðsgæfan brást nasistunum.

Við sjáum svipað rússahatur Dana nú (óvinurinn heitir Putin nú, ekki komminn) en þeir eru einna þjóða duglegastar að styrkja Úkraínu gegn Rússum. Þá skiptir engu máli hversu spillt úkraínsk stjórnvöld eru eða hvernig er farið með þjóðernisminnihlutana í landinu.

Annars má benda á mjög góða ævisögu Kambans eftir Svein Einarsson fyrrum Þjóðleikhússtjóra, þar sem stórlega er efast um að Kamban hafi verið hliðhollur nasistum.


mbl.is Banamaður Kambans nafngreindur í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 460048

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband