18.10.2023 | 08:56
Aðeins neikvæð áhrif?
Ef lesinn er þessi útdráttur Moggans á samantektarskýrslu vísindanefndar um loftlagsbreytingar gæti maður haldið að áhrif breytinganna séu einungis neikvæð hér á landi og við landið. En er það svo?
Með hlýnandi veðurfari eykst hagsæld bæði til sjós og lands. Aukin fiskgengd verðmætra tegunda eins og makríls við hlýnun sjávar er til marks um það auk þess sem hafísinn, landsins forni fjandi, hefur ekki gert sig heimankominn mörg undanfarin ár.
Á landi hefur hlýnunin m.a. haft þau áhrif að kornrækt hefur aftur hafist eftir margra alda hlé. Vor og haust hafa og lengst til muna þannig að vaxtartími gróðurs hefur aukist mikið og landið gróið upp mjög víða. Þá hefur skógrækt eflst mjög sem á kuldatímabilum var óhugsandi. Hlýnandi veðurfar hefur og gert það að verkum að útivist landmanna hefur aukist til muna, fjallgöngur og fleira, auk þess sem ferðamenn njóta góðs af bættu loftslagi, sérstaklega yfir vetrartímann.
Þá lýsti Landsvirkjun því yfir nýlega að bráðnun jöklanna hafi aukið rennsli vatnsfalla og þar með rafmagnframleiðsluna það mikið að sem samsvari heilli stórri virkjun.
Ekkert af þessu er nefnt í úttektinni heldur einungis það hugsanlega neikvæða einhvern tímann í framtíðinni.
Svo er það ábyrgð okkar gagnvart öðrum þjóðum. Nýleg skýrsla Alþjóðabankans sýnir að mjög hefur dregið út fátækt í heiminum á síðustu 20 árum, og þá væntanlega m.a. vegna bættra ræktunarskilyrða matvæla.
Svo hver er þá váin hræðilega sem er verið að innprenta hjá almenningi?
Breyta náttúrufari og lífsskilyrðum á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 460038
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.