Skýrsla vísindanefndarinnar um jákvæð áhrif hlýnunar

Í þessari frétt um fjórðu skýrslu Vísindanefndar um loftlagsbreytingar er eitt jákvætt nefnt sem er þetta: "Auk­in fram­leiðni gróðurs mun hafa já­kvæð áhrif á land­búnað". Annars er allt á neikvæðum nótum.
Ólíkt fjölmiðlunum hef ég gert úttekt á jákvæðum afleiðingum hlýnunarinnar, ekki þeim neikvæðu, sem og því sem frekar bendir til kólnunar undanfarið en hlýnunar. Þetta er byggt á sjálfri skýrslu nefndarinnar (þáttum í henni sem fjölmiðlarnir nefna ekki). Feitletranir eru mínar sem og flestir hornklofarnir [...].
Fyrst er það spáin: "Niðurstöður líkanreikninga benda til þess að hlýnun verði meiri norðan við landið en sunnan við það. Í mörgum líkönum gætir
tímabundinnar, staðbundinnar kólnunar. Jafnvel þó að hlýni á öldinni í öllum sviðsmyndum og flestum líkönum, gætir tímabundinnar, staðbundinnar kólnunar í mörgum þeirra. Slík kólnun er algengari suður af landinu og gætir skemur í heitari sviðsmyndum. Í 85 til 95% líkana gætir hennar skemur en 20 ár.
Um fornt veðurfar á Íslandi - og núna: "
Síðustu ár hefur hægt á þessari hlýnun".
Um Norður-Atlantshaf: "Markverð
kólnun [...] varð á hafsvæði suðvestur af landinu á öðrum áratug þessarar aldar".
Um jöklana: "heldur hefur hægt á rýrnun þeirra eftir 2010."
Um áhrif á náttúruna. Hið neikvæða nær eingöngu talið upp og varla (eða ekki) minnst á það jákvæða. Þó er hér smá skíma: “Jafnvel þó að markmið Parísarsamningsins, um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C, náist munu ræktarskilyrði hér verða gjörbreytt í lok aldarinnar frá því sem nú er. Síðustu ár var hitafar slíkt að rækta mátti korn til skepnufóðurs á helmingi láglendis. Raungerist hlýrri sviðsmyndir verður hægt að rækta það til manneldis á nær öllu ræktarlandi.”
Það sést einnig í smá ljós í lýsingunni á hlýnun hafsins: “Frá 1995 til 2020 hefur hlýr og selturíkur Atlantssjór verið ráðandi fyrir norðan land. […]
Aukning hefur orðið á magni svifþörunga, bæði á Íslandsmiðum og á stóru svæði suður af Íslandi. […] Fyrir norðan land hafa orðið breytingar á magni og útbreiðslu mikilvægra dýrasvifstegunda með hækkandi hitastigi sjávar. Þar hefur hlutur rauðátu aukist”. Tekið skal fram hér að þessi gróður og smádýr eru nauðsynleg fyrir fiskveiðar landsmanna.
Og afleiðingarnar: “Hækkandi hitastig á íslenska landgrunninu hefur leitt til breytinga á útbreiðslu margra fisktegunda. Tegundir, til dæmis ýsa, sem hafa verið við nyrðri mörk útbreiðslu sinnar á Íslandsmiðum og fundist að mestu í hlýja sjónum sunnan og vestan við landið, hafa
stækkað útbreiðslusvæði sitt til norðausturs.” Þetta á almennt við um botnfisktegundir (svo sem þorsk) sem og um uppsjávartegundir eins og síld og makríl.
Hins vegar hefur
kólnun sjávar suðvestan við landið haft neikvæð áhrif: “Nýliðun margra hlýsjávartegunda, svo sem humars, blálöngu og skötusels, hefur minnkað mikið á undanförnum árum. Þessa neikvæðu þróun má meðal annars rekja til breyttra umhverfisskilyrða í hafinu síðastliðin 20 ár. Um er að ræða tegundir sem halda sig aðallega í hlýjum sjó við suður- og vesturströndina.”
Í kaflanum um atvinnuvegi koma einnig fram jákvæð áhrif hlýnunarinnar: “Loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á ræktun nytjaplantna á Íslandi. Ræktunaröryggi mun aukast og nýjar plöntur teknar til ræktunar í landbúnaði, garðyrkju og skógrækt. Vegna breyttra ræktunarskilyrða mun jarðrækt á fæðu-, fóður-, viðar- og orkuplöntum aukast.”
Í kafla um byggða innviði er flest neikvætt tínt til en þó eru þar ljósir punktar: “Rýrnun jökla vegna loftslagsbreytinga hefur mikil áhrif á vatnsaflsframleiðslu á Íslandi. aukning, sem þegar hefur átt sér stað, hefur verið nýtt í núverandi kerfi vatnsaflsvirkjana og miðlana þeirra”.
Einnig þetta: “Hlýnun getur dregið úr eftirspurn eftir orku til húshitunar”.
Sömuleiðis þetta: “Loftslagsbreytingar hafa áhrif á vegasamgöngur […] Þær geta […] dregið úr þörf á snjómokstri”.
Aftur um hafísinn: “Hafís á siglingaleiðum nærri Íslandi hefur dregist saman á undanförnum áratugum […] Verði hnattræn hlýnun á bilinu 1.5–2.0°C er líklegt að sumarhafís hverfi að mestu af Íshafinu sum ár, en hlýni meira en 3°C muni það gerast flest ár. Dragist hafís verulega saman opnast nýjar siglingaleiðir um Íshafið.”
 
Almennt einkennir þessa skýrslu krafan um aukið fjármagn til rannsókna á áhrifum loftlagsbreytinganna, m.a. til þeirrar stofnunar sem stendur að skýrslunni!
Lykiláherslan nú er á aðlögun en ekki á það að reyna að stöðva hlýnunina eða draga verulega úr henni eins og áður var! Slagurinn tapaður?
https://acrobat.adobe.com/link/review?uri=urn%3Aaaid%3Ascds%3AUS%3Adf25e307-8696-3b8c-bd79-ae589f8d1953


mbl.is „Farin að hríslast um allt þjóðfélagið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 460038

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband