Þjóðarmorðið á Gaza

Ekkert heyrist frá þjóðkirkjunni vegna þjóðarmorðsins og stríðsglæpa Ísraelsmanna á óbreyttum borgurum á Gaza.
Sú þögn verður æ yfirþyrmandi í ljósi yfirlýsingar 315 starfsmanna Háskóla Ísland um þennan glæp gegn mannkyni (og það án gæsalappa eins og Mogginn notar svo óspart og ósmekklega). 
Kannski ekkert skrýtið sbr. eftirfarandi kvæði eftir Jón frá Hvoli, verkamann og prentara í Reykjavík (d. 1949):
Krafta sljór vor kristindómur
kveður við sem bjölluhljómur;
er því nokkuð innantómur,
átök hans í flestu smá.
Tómt er hljóð í tómum sá.
Óvíst hvort hann orðast frómur
ef í fang er gróði.
Nærð er trú á nítján alda blóði.
 
Há þótt rísi Hallgrímskirkja
hún mun lítt þá strauma virkja
sem með leiftrum lýðinn styrkja
leið að velja ánauð frá.
Tómt er hljóð í tómum sá.
Forna tímans fyrsta yrkja
fárra nægir sjóði.
Nærð er trú á nítján alda blóði.
 
Þeir, sem hampa kreddum köldum
kennivalds á fyrri öldum,
olla meinum ótalföldum,
undir troða sannleiks þrá.
Tómt er hljóð í tómum sá.
Hræsni láta halda völdum,
hnekkja bræðra sjóði.
Nærð er trú á nítján alda blóði.
 

mbl.is Segja innrás á sjúkrahús „glæp gegn mannkyninu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband