18.11.2023 | 15:06
Að mála skrattann á vegginn
Það er stór spurning hversu hæft þetta fólk er sem stjórnar málunum hvað varðar Grindavíkurbæ - og í raun mikið áhyggjuefni hvernig haldið er þar á málum.
Nú hefur verið spá eldgosi allt síðan jarðskjálftarnir í og við Grindavík hófust en samt hefur aldrei neinn gosórói mælst og engir kvikuskjálftar svo óyggjandi séð. Samt styttist alltaf í eldgosið að mati þessara snillinga.
Þá er sífellt verið að tala um að kvikan sé að nálgast yfirborðið en þó eru engar mælingar til sem staðfesta það. Þetta eru alltsaman ágiskanir sem sýnir hve þessir "vísindamenn", sem sífellt er verið að vitna í, vita í raun lítið um stöðu mála.
Nú bregður hins vegar við að maður eins Þorvaldur Þórðarson, sem hefur verið manna yfirlýsingaglaðastur hingað til, hefur dregið mjög í land og telur að líkur á eldgosi séu í mesta lagi um 30%.
Mér sýnist augljóst að það þurfi að taka þverbeygju í málinu og gera ráð fyrir að ekki gjósi í þessu sigdal (ekkert frekar en í Kelduhverfi um árið).
Einu áhyggjurnar sem stjórnvöld og íbúar þurfa að hafa er vegna jarðskjálftanna, en þó hefur dregið mjög úr þeim undanfarna viku eða í raun alveg síðan stóru skjálftarnir komu í byrjun. Einnig vegna sprungumyndana sem enn virðast vera að gerast.
Því ætti að vera ástæðulaust að forða verðmætum úr bænum úr þessu og jafnvel óhætt að leyfa íbúunum að byrja að koma sér aftur fyrir í þeim húsum og hverfum þar sem engar sprungur eru.
Þetta óþarfa brambolt, sem gengur út á að allur sé varinn góður (rétt eins og skrítlan um nunnuna, kertið og smokkinn) er svo arfavitlaust, að líklega hefur ekkert toppað það hingað til.
Allt þetta lið, sem stjórnar atburðarásinni, virðist hugsa um það eitt að verða ekki gert að sökudólgi, ef eitthvað gerist sem getur kostað líf eða limu fólks, og því þessi harkalegu viðbrögð.
Svo er það auðvitað klíkuskapurinn varðandi hverjir fái að "bjarga" verðmætum, hverjir mega vera inni á hættusvæðinu eins lengi og það vill (svo sem fjömiðlafólk, fólk á vegum fyrirtækjanna í bænum og björgunarsveitafólk), meðan íbúarnir fá í mesta lagi 5-10 mínútur að ná í allra nauðsynlegustu hluti og þurfa að sækja þá í mesta flýti og stressi. Er nema von að íbúarnir eru að verða ansi leiðir og reiðir á þessari "stjórnun" og mismunun.
Já, hér er á ferð enn eitt klúðrið hjá Almannavörnum og öðru ráðafólki, sem virðist aldrei geta lært af sínum fjölmörgu mistökum.
Bendir til að kvika sé komin mjög ofarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460034
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.