7.12.2023 | 09:25
"Neyðarpakki"?
Neyðarpakki ætlaður Úkraínu - og Ísrael?
Sérhver er nú neyðin - ekki síst í Ísrael! Hernaðarstuðningur Bandaríkjamanna við hina morðóðu Ísraelsmenn skapar jú ólýsanlega neyð fyrir Palestínumenn, búandi á Gaza, og reyndar einnig neyð á Vesturbakkanum og er svo auðvitað viðvarandi ógn fyrir öll hin múslimsku Mið-Austurlönd.
Það hlýtur að vekja furðu að demókratarnir á bandaríkjaþingi - og í ríkisstjórn - skuli vera orðnir miklu meiri stríðsöfgamenn en repúblikanar eru, en lengi framan af voru það þeir síðarnefndu sem voru ólmir í alls konar stríðsátök (Bush og hans líkar).
Sama virðist vera að gerast annars staðar, svo sem á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Þar er lítill sem enginn munur á vinstri og hægri hvað hernaðarhyggjuna varðar (og varla hægt að tala um "vinstrið" lengur). Stríðsæsingurinn er nú grasserandi alls staðar í Evrópu og því meiri sem norðar dregur.
Þetta beinir einnig huganum að Úkraínustríðinu og óheftum stuðningi Vesturlanda við spillingar- og öfgastjórnina í Kænugarði. Getur verið að sami hugurinn - og sama miskunnarleysið - sé á bakvið stuðninginn við Úkraínu og í stuðningnum við Ísrael, þ.e. einfaldlega heimsvalda- og útþennslustefna? Sinnuleysi gagnvart mannfalli almennra borgara - og svo auðvitað hermanna, sem flestir hverjir stríða án efa þvert gegn þeirra eigin vilja?
Það bendir allt til þess - en á meðan fjölmiðlar spila með er afar lítil von um að þessu morðæði linni.
Neyðarpakki stöðvaður í bandaríska þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.