18.12.2023 | 18:02
Dæmdur rasisti öryggismálaráðherra í Ísrael
Nýjustu fréttir frá Ísrael herma að ráðherra öryggismála landsins, hægri öfgamaðurinn og formaður últra hægriflokks sem situr í ríkisstjórn, hóti að segja sig úr stjórninni og fella hana þar með ef ekki verður haldið áfram að drepa almenna borgara á Gaza!
Þessi ráðherra var frægur á sínum tíma fyrir að skjóta almenna borgara í Palestínu - og finnst greinilega ekkert tiltökumál að herinn fái einnig að gera slíkt hið sama áfram.
Ríkisstjórnin sem nú er við völd í Ísrael er hægri-öfgafyllsta og þjóðerniskenndasta sem nokkru sinni hefur setið í landinu og er þá mikið sagt.
Hægri flokkur Netanyahu tókst að lokum að mynda þessa ríkisstjórn með stuðningi flokka yrst á hægrivængnum.
Og eins og allir vita, en enginn vill segja, þá voru það Bandaríkjamenn sem á sínum tíma komu þessum hægri-öfgasamtökum á laggirnar sem gífurlegum fjárframlögum (rétt eins og þeir gerðu í Afganistan með Talibanana). Sú þjóð hefur mikið á samviskunni með að styðja við fasismann í heiminum. Og stjórnvöld á Vesturlöndum feta í þessi fótspor eins og hlýðnir hundar.
Svo er auðvitað að bíða eftir fundinum í Öryggisráðinu í kvöld um tafarlaust vopnahlé á Gaza - og hvort Kaninn muni beita neitunarvaldi sínu í annað sinn á stuttum tíma (sem hann auðvitað gerir). Vonandi fer fólk nú að sjá að stríðið í Úkraínu er rekið á sömu forsendum:
Óeðlilegt ef Rúv hlustar ekki á ákallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 100
- Sl. viku: 355
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 314
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.