Fær þá fólkið að fara heim?

Þessum gosræfli, sem byrjaði svo kröfuglega en reyndist svo enn meiri ræfill en hin þrjú gosin á undan, lauk mun fyrr en reyndustu eldfjallafræðingar þorðu að vona, vísindamenn sem Almannavarnir tóku ekkert mark á.
Undangenginn sólarhringur eða svo hefur verið einn allsherjar farsi. Neyðarástandi var lýst yfir og nýtt hættumatskort frá Veðurstofunni birt fyrir tæpum tveimur dögum (19. desember, kl. 17) og átti að gilda til 28. desember. Íbúum í Grindavík var bannað að fara til bæjarins og öllum vegum þangað lokað! Rétt um sólarhring síðar var kortinu breytt (nánar tiltekið kl. 18 í gær, þann 20. des.), vegir opnaðir að mestu og fólki leyft að líta eftir eignum sínum á dagtíma. Samt var hættustigið ekki lækkað mikið, það er aðeins úr því að vera "mikið" í að vera "töluvert". Þá var og aðeins talað um að líkur á "gosopnun" hafi minnkað!
Líklegt má telja að enn eitt hættumatið og -kortið verði birt innan skamms, það þriðja á rúmum þremur sólarhringum og verður fróðlegt að sjá hvernig það lítur út.

Ljóst er að þeir sem hafa staðið fyrir þessum lokunum er alls ekki starfi sínu vaxnir og hljóta að verða dregnir til ábyrgðar ef allt er eðlilegt (sem er auðvitað ekki í þessu furðulega samfélagi okkar).
Sá aðili, sem ber mest ábyrgð á klúðrinu, er ríkislögreglustjóri sem er yfirmaður Almannavarna og gaf út þessar lokunarskipunar, ásamt lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Vert er að benda á að fyrirrennari hennar (stjórinn er jú kona) í starfi var látinn hætt vegna vanhæfni eftir að nær allir lögreglustjórar landsins kröfðust þess.
Því er ekki óeðlilegt að krefjast þess að Sigríður Björk Guðjónsdóttir verði einnig látin taka poka sinn (hún fékk jú stöðuna, eins og aðrar stöður sínar í stjórnkefinu, án auglýsingar - og þannig án nokkurs hæfnismats).
Einnig er ljóst að stokka þarf upp starfsemi Veðurstofunnar sem hefur verið helsti hvati þessarar ofstjórnunar. Það ætti að vera hægt með nýjum yfirmanni sem brátt verður ráðinn. Vonandi verðu sú ráðning á þeim forsendum en ekki einhver vinaráðning (nepótismi), sem virðist jú vera svo vinsæl um þessar mundir.


mbl.is Eldgosinu er lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 61
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 310
  • Frá upphafi: 459231

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 281
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband