8.1.2024 | 16:35
Birgir Þórarinsson og fjöldamorðin á Gaza
Birgir Þórarinsson fyrrum þingmaður Miðflokksins, sem hljóp svo yfir í Sjálfstæðisflokkinn degi eftir síðustu kosningar, hefur áður verið sér til skammar með réttlætingu sinni á fjöldamorðum Ísraelshers á Palestínumönnum á Gaza. Í dag birtist grein eftir hann í Mogganum þar sem hann setur útá mótmælin á Austurvelli vegna blóðbaðsins á Gaza. Tekið skal fram að Birgir hefur aldrei á neinn hátt gagnrýnt framferði Ísraelshers.
Birgir þessi var nýlega valinn formaður Hollvinafélags Hallgrímskirkju í Saurbæ, líklega vegna setu sinnar á Alþingi svo að hægara verði að sækja peninga til framkvæmda við Saurbæ í Hvalfirði, þar sem sr. Hallgrímur Pétursson sat lengi og orti þar m.a. Passíusálmana.
Hætt er við að skáldpresturinn hafi snúið sér við í gröfinni ef hann hefði heyrt af þessu og tautað fyrir munni sér vers úr sálmunum: Margur upp árla rísa / ei geta sofið vært, / eftir auð heimsins hnýsa. / Holdsgagnið er þeim kært.
Þá kemur einnig í hug meint "gyðingahatur" sr. Hallgríms sem virðist hafa átt rétt á sér miðað við þann ofbeldisfasisma sem stjórnvöld í Ísrael sýna nágrönnum sínum þessa dagana. Ástæða er til að rifja þau upp vegna þessarar setu Birgis í Hollvinafélagi prestsins: "þú veist ei hvern þú hittir þar, / heldur en þessir Gyðingar."
Tekið skal þó fram að ekkert gyðingahatur er að finna í Passíusálmunum. Skáldið varar einungis við því að fylgja ofbeldisfullum yfirvöldum í blindni eins og þeim sem eru við völd í Ísrael nú - og voru þar einnig fyrir tæpum 2000 árum.
Verið helsti samkomustaður mótmæla í áraraðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.