15.1.2024 | 16:32
Dýraníð
Þetta eru ótrúlegar fréttir! Fólk fær ekki einu sinni að fara inn í bæinn til að gefa dýrunum fóður! Á myndböndum sem birst hafa úr bænum hafa bílar sést vera á ferð þarna innanbæjar, svo eitthvað er nú af mannskap inni í bænum - en hobbýbændurnir mega ekki gefa skepnum sínum - ekki einu sinni á eigin ábyrgð!
Þetta er auðvitað alvarlegt lögbrot stjórnvalda, flokkast undir dýraníð, og alveg ótrúlegt að yfirvöld hegði sér svona.
Minnir reyndar á viðbrögð Víðis og almannavarna þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og allar Landeyjarnar voru rýmdar. Bændur máttu ekki einu sinni fara heim til að sinna skepnum, gefa þeim né kúabændur að mjólka kýrnar.
Ástæðan? Jú, Markarfljótið gæti stíflast og flætt yfir undirlendið, alla leið vestur að Þjórsá! Já, það eru mikil gáfnaljós sem stjórna almannavörnum þjóðarinnar.
Björgun dýra í Grindavík ekki í forgangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.