Sérsveitin í Grindavík?!

Fólk hlýtur að spyrja sig hvað sérsveitin er að gera þarna í hartnær mannlausum bæ. Hver er ógnin, hættan sem stafar af fólki og gerir það að verkum að vopnaðir menn, sem sveitin er jú, eru sendir inn í bæinn?

Auðvitað kemur svo í ljós að hættan, sem sögð er vera til staðar, er fyrst og fremst af sérsveitinni og ráðamönnum þessa allsherjarklúðurs sem lögregluyfirvöld hafa sýnt fram til þessa.
Valdníðsla virðist vera það fyrsta og síðasta sem þetta lið tekur sér fyrir hendur.

Og af hverju fá fjölmiðlar, björgunarsveitin og nú síðast sérsveitin að spranga um bæinn en íbúum bannað að bjarga dýrum sínum, m.a.s. með aðstoð viðbragðsaðila?

Spyr sá sem ekki veit en vert er að benda á að þeir aðilar sem stjórna þarna gera það í boði Sjálfstæðisflokksins, svo sem dómsmálaráðherrans og yfirlögreglustjórans, sem hefur fengið allan sinn frama í gegnum Flokkinn (og án auglýsinga um stöðurnar sem hún hefur fengið innan stjórnkerfisins).
Ekki er nema von að fylgið reitist af íhaldinu öruggum og hröðum skrefum. Vonandi losnar þjóðin við þetta geðþótta- og spillingarlið í næstu kosningum - og það jafnvel fyrr.


mbl.is „Sérsveitarmenn hafa sín fyrirmæli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband