"helgur staður"?

Bjarni Ben er greinilega kominn í últra-hægri gírinn hjá íhaldinu. Hann notar nákvæmlega sömu orð og einn þingmaður þeirra, Birgir Þórarinsson, sem hefur réttlætt fjöldamorð Ísraela á íbúum á Gaza. Óhætt er að líkja slíkri réttlætingu við fasisma þ.e. að réttmætt sé að drepa vel yfir 20.000 almenna Palestínumenn í hefndarskyni vegna þess að Hamas hafi drepið um 100 Ísraela.
Þetta minnir nefnilega á aðfarir nasista í seinni heimsstyrjöldinni svo sem í Noregi þegar þeir svöruðu skemmdarverkum andófsmanna með því að stilla óbreyttum borgurum upp og skjóta þá.
Svo má auðvitað nefna það, sem þegar hefur verið gert, að Austurvöllur hefur alltaf verið staður til mótmæla. Fyrst þegar íhaldið ákvað að landið gengi í Nató 1949 og til búsáhaldabyltingar 2008-2009 þegar búsáhöldin voru barin yfir utan Alþingishúsið vegna óstjórnar íhalds og krata.
Austurvöllur er auðvitað aðal mótmælastaður þjóðarinnar. Það að tala um vanvirtan helgan stað, hljómar eins og þetta hægra lið ætli að koma á lögregluríki hér á landi - og banna öll friðsöm mótmæli gegn stjórnvöldum.


mbl.is Bjarni: Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband