26.1.2024 | 09:49
Eitt allsherjar klúður en jafnvel eitthvað annað enn verra?
Aðgerðir yfirvalda í Grindavík hafa verið eitt allsherjar klúður frá upphafi. Þetta með manninn sem féll ofan í sprunguna er þó líklega versta dæmið. Dögum saman fylgdist þjóðin með leitinni að honum og fór smám saman að efast um að nokkur væri týndur því engar upplýsingar bárust um hann og ekkert heyrðust í aðstandendum.
Nú er skýringin komin. Ekkert samband haft við fólk þess týnda, þeim þannig haldið alfarið utan við leitina og þurftu að lesa um hana í fjölmiðlum í stað þess að fá upplýsingar frá fyrstu hendi.
Það er eins og allt sé enn gert til að fegra myndina af aðgerðum stjórnvalda í Grindavík. Leyndarhjúpur yfir öllu nema því sem passar yfirvaldinu.
Spurning hvort það sé ekki enn einn liðurinn í að gera þegnana að viljalausum verkfærum lögreglu og almannavarna, hlýðnum borgurum sem gera allt sem þeim sé sagt að gera - alveg sama hversu vitlaust það er? Við sáum þetta í covid, sjáum það í aðgerðunum vegna loftslags"breytinganna" og sömuleiðis í peningaaustrinu í leppstjórn Vesturlanda í Úkraínu.
Nú stefnir allt í enn eina heimsstyrjöldina og heilaþvottur á almenningi er stundaður á fullu til að fá stuðning fólks við að láta drepa sig í þeirri kjarnorkustyrjöld sem er yfirvofandi.
Meira að segja eitt smágos við lítið samfélag á eyðilegri ströndu er notað í þessum sama tilgangi. Að búa til skynlausar skepnum sem fljóta sofandi að feigðarósi.
En það er von eins og mótmælin gegn þjóðarmorðinu á Gaza er gott dæmi um. Almenningsálitið getur breyst, frá feigðar-ósnum til sjálfstæðrar afstöðu gegn hinu þegjandi samþykki fjöldans:
https://bragi.arnastofnun.is/ljod.php?ID=3229
Kallar eftir óháðri rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 38
- Sl. sólarhring: 125
- Sl. viku: 287
- Frá upphafi: 459208
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 263
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.