Verður nú tekið mark á honum?

Hneykslið við að ekki var búið fyrir löngu að gera varnargarð við hitavatnslögnina til Reykjanesbæjar (og við Grindavíkurveg), til að hindra hugsanlegt hraun í að eyðileggja lögnina, er sífellt að verða augljósara öllum. Þessi frétt afhjúpar það svo endanlega. 

Ákvörðun dómsmálaráðherra um að gera frekar varnargarða við Svartsengi, garða sem enn hefur ekkert reynt á, en við hitaveitulögnina eða ofar á svæðinu þar sem hraunið brann í nóvember, er augljóslega mikil mistök og dæmi um nepótisma, frændhygli, og vanhæfni í starfi. 

Nægur tími var til stefnu til að hindra það sem gerðist nú í þriggja daga eldgosinu í þessum mánuði. Öll þessi gos hafa verið algjörir ræflar en samt ollið miklu tjóni, þ.e. tvö þau síðustu þó þau væru langminnst.
Íslendingar hafa áratuga reynslu í að gera varnargarða við fjöll, fyrir vestan, norðan og austan, og vita að staðsetja skal garðana þar sem mest er hætta á skriðum, þ.e. í kringum gil, lækjarfarvegi og annan halla eða rás í landslagi. En það var ekki gert fyrir þetta síðasta gos þó svo að þrír mánuðir hafi verið til stefnu eftir reynsluna af nóvembergosinu.

Hvernig ætli ástandið væri ef það hefði komið almennilegt gos? Og ætli stjórnvöld sofi enn á verðinum - og dómsmálaráðherrann segir eins og hún gerði í öðru tilfelli: "Okkur ber engin skylda til að hjálpa ..."? Varla í þessu máli. Þetta er jú kjördæmið hennar. Hætt er þó við að hefnt verið fyrir vanhæfni hennar og vinahygli í næstu kosningum nema hún snúi við blaðinu hið bráðasta (en skaðinn er þó skeður).


mbl.is Varaði nákvæmlega við því sem gerðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband