15.2.2024 | 09:19
Samfylkingin og flóttamenn
Þarna er ýmislegt sem ástæða er til að velta fyrir sér. Vinstri grænir hafa jú fengið mikil ámæli fyrir að láta Sjálfstæðisflokkinn stjórna alfarið móttöku eða réttara sagt ekki-móttöku Palestínumanna sem eiga yfir höfði sér að vera drepin af hinum morðóða Ísraelsher.
Viðtalið við formann Samfylgingarinnar sýnir sama tvískinnungsháttinn og einkennir kratana á hinum Norðurlöndunum í afstöðu þeirra til framgöngu Ísraels gagnvart Palestínufólki.
Kristrún segist hafa skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði og virðist ætla að styðja frumvarp hennar þar um. Þá talar hún um sjálfbærni í þessu sambandi, hvað sem það nú þýðir.
Svo um tengslin við Danmörku en þar er krati forsætisráðherra í samstarfi við hægri flokkana. Kristrún segist vera í góðum tengslum við Mette Frederiksen sem framfylgir mjög harðri flóttamannastefnu og segist bæði og vera sammála henni: það þarf að hafa stjórn á landamærunum okkar.
Þetta er nú ekki alveg það sama og slagorð No Borders samtakanna, sem hafa hljómað í mjög fjölmennum mótmælum gegn stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum Palestínu og almennt hefur verið tekið undir með þeim.
Kristrún vill svo að Ísland gangi í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir varðandi hælisleitendakerfið en eins og kunnugt er, er það eitthvað hið öfgafyllsta í Evrópu. Pragmatík og raunsæi er hennar mottó og að passa uppá velferðarkerfið.
Ekki orð um fjölskyldusameiningu Gazabúa við Palestínumenn hér heima heldur vísar á stjórnvöld: Ríkisstjórnin er að reka þessa stefnu núna. Hún tekur ákvörðun um að veita þessi dvalarleyfi núna."
Ég er efins um að óbreyttir liðsmenn Samfylkingarinnar taki almennt undir með henni hvað þetta varðar.
Hér er kratinn greinilega að viðra sig upp við íhaldið. Ný Hrunstjórn í uppsiglingu? Þá lauk henni með búsáhaldarbyltinu, nú gæti hún hafist í miðri nýrri búsáhaldabyltinu.
Já, pólitíkin er ekki lík nokkurri annarri tík.
Sjá einnig hér:
https://www.visir.is/g/20242529369d/vill-ekki-ad-is-land-skeri-sig-ur-i-haelisleitendamalum
Opin landamæri og velferðarkerfi fari ekki saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.