29.2.2024 | 19:10
Segir Hamas?
Þetta er all undarleg frétt hjá Mogganum. Gefið er í skyn að það sé ekkert að marka þessa frétt um nýjasta fjöldamorð Ísraelshers á almennum borgurum í Gaza, því fréttin komi frá "heilbrigðisráðuneytinu" sem sé undir stjórn Hamassamtakanna!
Það vill hins vegar svo til að talsmaður Ísraelsstjórnar hefur viðurkennt að hafa skotið á fólkið. Þetta hryðjuverk hersins er svo staðfest af Al Jezeera fréttastofunni, sem verður nú að teljast áreiðanlegur og hlutlaus fréttamiðill.
Þar kemur og fram að a.m.k. 100 manns, eflaust mun fleiri, er alvarlega særður og liggi nú á sjúkrahúsi.
Þá hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, fordæmt fjöldamorðin og krefst tafarlauss vopnahlés.
Mogginn kýs hins vegar að horfa framhjá þessum staðreyndum og reynir að gera þessar fréttir tortryggilegar. Er það ekki í fyrsta sinn sem það gerist þar á bæ.
Þá hefur Öryggisráðið verið kallað saman nú í kvöld vegna þessa hryðjuverks Ísraelshers á óbreyttum borgarum á Gaza.
Segja yfir 100 drepna í skotárás Ísraela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 16
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 265
- Frá upphafi: 459186
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 241
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.