Þótt fyrr hefði verið

Helgi þessi hefur lengi verið þekktur fyrir rasískar skoðanir, einkum í garð miðausturlandabúa sem iðka íslam. Hann var kosinn formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar árið 2016 en var það nú aðeins stutt í það skiptið.
Ekki veit ég hversu lengi hann hefur kennt við Menntaskólann á Laugarvatni, en þeir þar á bæ hafa eflaust lengi vitað af þessum rasista kennandi nemendum við skólann:

https://www.hringbraut.is/frettir-pistlar/helgi-frodufellandi-af-reidi-othverri-hasshausar-og-fordomar/

Gott er þó að vita að skólayfirvöld bregðast við, þó seint sé.
Það er greinilega aukinn rasismi á ferð í íslensku samfélagi, drifinn áfram af Sjálfstæðisflokknum, aðallega formanninum og dómsmálaráðherranum, og nú nýlega tók formaður Samfylkingarinnar undir með þessu liði og kynnti þannig undir útlendingaandúðina. 

Hins vegar stendur mjög sterk grasrót gegn þessu og hefur tekist að vekja athygli á rasisma og hræsni Vesturlanda gagnvart fólki af öðrum kynþætti og annarri trúar en hvítum og kristnum.

Íslensk stjórnvöld eru að átta sig á að ekki er hægt að láta sem ekkert sé og hafa loksins drullast til þess að hjálpa fólkinu á Gaza, sem hefur rétt á dvalarleyfi hér á landi. Sigur Solarissamtakanna og No Borders er stór og því skiljanleg þessi viðbrögð rasistans í þeirra garð.
Nú er bara að fylgja þessu eftir og vinna dómsmálið vegna Eurovision og senda Palestínumanninn geðþekka í úrslitakeppnina í Malmö nú í vor. Svindl RÚV við kosningarnar til að koma í veg fyrir það, er auðvitað til háborinnar skammar.

 

 


mbl.is Kennari lætur af störfum í kjölfar rasískra ummæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 64
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 458110

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband