17.3.2024 | 18:25
Eldfjallið?
Þessi umfjöllun um gosin, "neyðar"ástandið og "eldfjallið", er komin útfyrir allan þjófabálk. Þetta eru tíð smágos á lítilli sprungu (á jafnsléttu) og ógnar engum nema Grindavíkurbæ og svo Bláa lóninu og Svartsengi, en er þegar farið að hafa áhrif á túrismann. Minnir á Eyjafjallagosið og lokun flugvalla í Evrópu. Hvernig væri nú að draga úr þessari ýktu umfjöllun um gosin svona bara til að bjarga túrismanum og allri þeirri fjárfestingu sem ráðist hefur verið í undanfarið vegna hans, hótel o.fl.?
Er athyglissýki "náttúruvár"sérfræðinganna, jarð- og eldfjallafræðinga, almannavarna, fjölmiðla og Veðurstofunnar næg ástæða til að stjórna fjölmiðlaumræðunni bæði hér og ytra, með stórtjóni fyrir þjóðarbúið?
Og hvað kosta svo öll herlegheitin í kringum varnargarðanna? Ekkert útboð heldur eflaust allt unnið á tímakaupi, vel smurt á eins og venjan er á þessu okurskeri, og allt í boði íhaldsins sem leyfir vinum sínum að komast á ríkisgarðana. Já, hvernig eru þessir verktakar valdir - og hver velur þá?
Nálægð við flugvöllinn vekur athygli úti í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 58
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 84
- Frá upphafi: 458104
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.