17.4.2024 | 17:18
Á Grindavíkurbær að greiða fyrir skólagöngu grindvískra barna í öðrum sveitarfélögum?
Þetta er nokkuð sérstakt. Fyrir það fyrsta er undarlegt að blása af skólastarf í Grindavík þegar hætt gæti alfarið að gjósa nú eftir nokkra daga - og íbúarnir því flutt heim á næstu vikum og mánuðum. Í öðru lagi eru margir að flytja lögheimili sín frá Grindavík og í önnur sveitarfélög og borga því útsvar á þeim stöðum en ekki í gamla heimabænum. Ætlar Grindavíkurbær samt sem áður að borga með börnum sem svo stendur á hjá?
Þarna er fleira undarlegt svo sem sérstök sálfræðiþjónusta við grindvísk börn og að bærinn borgi fyrir það sérstaklega. Eru þau virkilega svona illa farin eftir eldgosin á Reykjanesi að þau þurfi á sálfræðingi að halda, frekar en önnur börn?
Það eru sálfræðingar starfandi við alla skóla á höfuðborgarsvæðinu, að því að ég best veit, og því eðlilegt að þeir þjóni þessum börnum sem öðrum. Annars geta nýir nemendur, sem skipta um skóla vegna aðsetursskipta, farið fram á slíkt hið sama!
Já, það er margt skrítið hjá þessari bæjarstjórn og nokkuð sérstakt að það heyrist ekki háværari gagnrýni á hana frá íbúunum. En kannski eru fjölmiðlar samir við sig í þessu sem öðru? Gagnrýni umræða ekki leyfð nema að litlu leyti. Kraumandi óánægja undir niðri hjá Grindvíkingum en fjölmiðlarnir kóa með yfirvöldunum og segja ekki frá því.
Allavega finnst manni eðlilegt að bæjaryfirvöld hefðu kannað vilja foreldra þessara barna varðandi skólastarf næsta vetur í heimabyggð, ekki síst þeirra sem vinna ennþá í bænum og hafa hug á að flytja þangað aftur sem allra fyrst.
Það er auðvitað dýrt að halda úti fámennum skóla svo kannski er hugmyndin með þessu að spara fjármuni. Dæmið virðist þó ekki vera reiknað til enda, miðað við þær fjárhagslegu skuldbindingar sem felast í þessari undarlegu ákvörðun bæjarstjórnarinnar.
Svo er hún auðvitað dæmigerð hræsnin varðandi vinnu þeirra sem hafa starfað við kennslu og umönnum barnanna: "rík áhersla verður lögð á að tryggja réttindi starfsfólks í þeirri vinnu sem er fram undan." Hún birtist einnig í því að haldinn verður íbúafundur eftir að þessi ákvörðun er tekin, en ekki áður eins og eðlilegt hefði verið til þess að kanna vilja foreldranna og kennarana með hana.
Ekkert skólastarf í Grindavík næsta skólaár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.