Djöfuls fífl!

Nú eru Kanarnir að pressa á Hamas og aðra Palestínumenn um að samþykkja "vopnahlés"tillögu Ísraela og krefjast þess reyndar eins og haft er eftir Blinken (að baki er einhver hótun um að Kaninn muni taka aukinn þátt í fjöldamorðum Ísraela á Gazabúa ef tillögurnar verða ekki samþykktar). Sama segir Cameron, sem nú er utanríkisráðherra Breta. Hamas verða að samþykkja þessar rausnarlegu tillögur!
Þetta er auðvitað engin vopnahléstillaga eins og kemur fram í þessari frétt. Fíflið við stjórnvölin í Ísrael var svo gáfaður að viðurkenna það, óaðspurður!

Eftir stendur hvað felst í þessum tillögum. Vopnahlé aðeins í 40 daga. Innrásarherinn ekki dreginn út af Gaza og algjör óvissa um framhaldið.

Síðan eru auðvitað fréttirnar af mótmælum stúdenta í Bandaríkjunum og hörð viðbrögð háskólayfirvalda og lögreglu þar við þeim. Lýðræðisríkið mikla leyfir ekki friðsöm mótmæli og Biden réttlætir það.
Sameinuðu þjóðirnar segja hins vegar að það sé klárt mannréttindabrot að vísa mótmælendum úr skóla eins og verið er að gera þar vestra. 
Jamm, þá veit maður það. Mótmæli þýða "berufsverbot"! Elsku Kaninn, verndarinn okkar allra gegn vondu anti-lýðræðissinnum heimsins, hann lætur ekki að sér hæða í hræsninni!

 


mbl.is Ráðast inn í Rafah óháð vopnahléi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband