Karlalandsliðið í fótbolta

Landsliðshópurinn fyrir vináttuleiki við Englendinga og Hollendinga nú í júní hefur verið valinn. Þarna eru menn sem leika lítið sem ekkert með liðum sínum eins og Hlynur Karls sem er hægri bakvörður. Af hverju ekki Dagur Dan Þórhallsson? Þá er Logi Tómasar ekki í hóp en hann leikur alla leiki með Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Ekki heldur Kolbeinn Þórðar sem er fastamaður í liði Gautaborgar eða Davíð Ólafs sem leikur alla leiki með liði sínu í Póllandi.
Líklega er þó undarlegast að Þórir Helga sé ekki í hóp en hann var lykilmaður í því að Braunschweig bjargaði sér frá falli í þýsku b-deildinni. Í staðinn er Arnór Sig valinn sem ekkert hefur leikið með enska b-deildarliðinu Blackburn eftir að hann meiddist í síðasta landsleik og var reyndar yfirleitt varamaður í félagsliði sínu fyrir þann tíma.
Annar sem hlýtur að banka á dyrnar en er ekki valinn, er Júlíus Magnússon sem er fyrirliði spútnikliðs Fredrikstad í norsku úrvalsdeildinni. Einnig Sævar Magnússon hjá Lyngby.

Hins vegar er gaman að sjá Bjarka Stein í liðinu sem hefur fengið mikinn leiktíma hjá Venezia, mun meiri en félagi hans Mikael Ellerts, sem einnig má setja spurningarmerki við að sé valinn í landsliðshópinn. Einnig er Kristian Hlyns í hópnum en hann hefur ekkert fengið að spreyta sig með landsliðinu undanfarið undir stjórn Hareide. Vonandi verður breyting þar á í þessu æfingarleikjum.

Nú er búið að framlengja samning KSÍ við landsliðsþjálfarann út árið 2025, þrátt fyrir að hann hafi ekki náð þeim markmiðum sem sett voru þegar Arnar Viðars var rekinn, þ.e. að komast á EM. Árangur Norðmannsins er á engan hátt betri en Arnars og það sem meira er, Hareide virðist ganga í smiðju hans með vali á landsliðshópnum. Af hverju var þá verið að reka Arnar Þór fyrst arftaki hans er bara eftirherma?
Svo er auðvitað þetta með Albert Guðm. hreinasti farsi. Valinn í umspilinu um sæti á EM en ekki núna!!


mbl.is Albert ekki í landsliðshópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 263
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 227
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband