13.6.2024 | 18:45
Stærsti þjófnaður veraldarsögunnar?
Loksins hafa Vesturlönd látið verða af áformum sínum um að stela 50 milljörðum dollurum frá Rússum og "lána" leppum sínum í Úkraínu (hvernig er annars hægt að lána eitthvað sem maður ekki á?).
Þátttaka Vesturlanda í hernaðinum gegn Rússum verður sífellt augljósari, þannig að vel er hægt að tala um að algjört stríð vestrænna þjóða standi nú yfir gegn rússneska birninum.
Það er auðvitað spurning hvernig alþjóðastofnanir bregðast við þessum tíðindum en þær eiga að vera hlutlausar í þannig átökum.
Það hefur reyndar margoft sýnt sig að þessar alþjóðastofnanir, sem voru settar á fót til að stjórna heimsmálunum og varðveita friðinn, hafa ekkert vald m.a. hvað varðar þjóðarmorð Ísraela á Gaza - og eru algjörlega undir hælnum á Kananum í alþjóðamálum. Sama á við um stríðið í austurhluta Úkraínu. Það eru Bandaríkin og leppríki þeirra sem ráða öllu á alþjóðavettvangi og eru hinar raunverulegu Sameinuðu þjóðir, þ.e. eitt land og þeirra leppar sem er lögga Jarðarinnar. Hvenær ætla aðrar þjóðir, utan Vesturlanda, að rísa upp gegn þessari nýjustu birtingarmynd nýlendustefnunnar?
Fagnar sögulegu láni til Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.