29.12.2024 | 17:33
Meira til hægri en gamla stjórnin?
Lýsingin í frétt Moggans um áhrif Viðreisnar í Valkyrjustjórninni er auðvitað hárrétt. Þorgerður Katrín "varnarmálaráðherra" ræður greinilega öllu í ríkisstjórninni og kemst upp með allt. Einna mest áberandi er það að hún tekur upp á sitt einsdæmi að gefa línuna í utanríkismálum, meðal annars með yfirlýsingum um að standa fast við bakið á "vinum" okkar fyrir vestan, þ.e. Kananum (jafnvel í málefnum Palestínu?), boðar stóraukin framlög til "varnar"mála og leyfir gífurlega aukin umsvif Bandaríkjahers hér á landi. Þetta er reyndar einfaldlega í beinu framhaldi af stefnu Sjálfstæðisflokksins og fyrirverandi utanríkisráðherra, hauknum og stríðsæsingamanneskunni Þórdísi Reykfjörð.
Þetta skýtur þó nokkuð skökku við stjórnarsáttmálann því þar er ekkert rætt um þessi "varnar"mál fyrr en í síðustu greininni, þeirri 23. Þar er meira að segja mjög vægt til orða komist. Þar segir t.d. aðeins að "mótuð verði öryggis- og varnarmálastefna".
Svo virðist sem að Þorgerður Katrín hafi upp á sitt einsdæmi mótað stefnuna og það þegar á fyrstu dögum hennar á ráðherrastóli. Ekki heyrist þó hljóð úr horni samstarfsflokkanna hvað þetta varðar sem hlýtur að teljast einkennilegt, allavega af hálfu forsætisráðherrans sem manni finnst að ætti að hafa forystu í svo mikilvægum málaflokki.
Þó svo að Þórdís Kolbrún hafi verið yfirlýsingarglöð í embætti þá virðist sem VG og Katrín fyrrum forsætisráðherra hafi tekist að halda aftur af henni að ákveðnu marki.
Því er ekki að heilsa nú, svo óhætt er að fullyrða að nýja stjórnin sé hægra megin við þá gömlu, allavega í utanríkismálum.
Hér kemur svo upphaf 23. greinar stjórnarsáttmálans:
"Með utanríkisstefnu sem byggir á mannréttindum, friði, virðingu fyrir alþjóðalögum og náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna."
Valkyrjur koma og fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 318
- Frá upphafi: 459632
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 250
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning