2.1.2025 | 13:20
13. vindmyllugarðurinn
Nýlega hækkaði raforkuverð í smásölu um 37%. Ekki var það vegna þess að heildsöluverðið hafði hækkað heldur einungis vegna þess að smásalan var einkavædd!
Vindmyllurnar sem fyrirhugað er að reisa, og það einnig með nýjum orkumálaráðherra, eru sömuleiðis á vegum einkaðaila (nema ein). Það er sem sé verið að einkavæða raforkukerfið, án þess þó að selja Landsvirkjun (sem lengi hefur þó verið draumur sumra). Þessir vindmyllugarðar munu einnig stórhækka rafmagnsverð enda mjög ótryggur orkugjafi.
Rafmagn frá vindmyllum er nefnilega mjög dýrt og hefur valdið stórhækkuðu verði til neytenda ytra. Mest bar á því árið 2021 en í lok árs 2024 fór það uppúr öllu valdi. Ástæðan er sögð hægvirði en þá framleiða vindmyllurnar auðvitað ekkert rafmagn. Hin raunverulega ástæða er þó markaðurinn í Evrópu. Norðmenn eru því farnir að tala um að loka sæstrengjum til Evrópu til að lækka verðið innanlands. Þetta háa verð á sérstaklega við um suður-Noreg (en einnig suður-Svíþjóð). 9. des var verðið á kílóvattstund 13 kr norskar. Þetta er hæsta verð síðan 2009.
Reyndar lendir þetta verð meira og minna á ríkinu þar sem það niðurgreiðir raforkuna til almennings. Þannig þarf hið opinbera að styrkja einkafyrirtækin um himinháar upphæðir.
Hér stefnir allt í það sama, niðurgreiðsla á rafmagni til einkaaðila, teknar úr sjóði allra landsmanna, og svo auðvitað draumurinn um ESB og sæstreng til Skotlands og þar með inná þennan mjög svo ótrygga markað.
Ráðgera 20-30 vindmyllur í Flókadal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 301
- Frá upphafi: 459727
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 261
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning