29.1.2025 | 19:13
Virkjanaóði krataráðherrann
Jóhann Páll Jóhannsson, sem einhverra hluta vegna er ekki aðeins orkumálaráðherra heldur einnig umhverfisráðherra (eins og það fer nú vel saman), ætlar ekki að gera það endasleppt í virkjunarmálum. Ljóst er að þarna er enn hættulegri óvinur íslenskrar náttúru en íhaldsráðherrann fyrirrennari hans, Guðlaugur Þór Þórðarson.
Munurinn á þessum tveimur ráðherrum, og núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn, er einfaldlega sá að eini raunverulega græni flokkurinn, VG, er ekki lengur í ríkisstjórn - og ekki einu sinni á þingi til að veita núverandi náttúrusóðastjórn aðhald.
Held að fyrri kjósendur Vinstri grænna, sem kusu Samfylkinguna í nýafstöðnum kosningum, iðrist nú stórlega hvernig þeir kusu.
En í raun var þetta vitað fyrir. Jóhann Páll hafði margoft lýst því yfir á síðasta kjörtímabili að þörf væri á stórauknum virkjunum - ætlar nú að hrinda þeim í framkvæmd og það með offorsi.
![]() |
Vill endurmeta átta virkjanakosti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.2.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 297
- Frá upphafi: 460621
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 259
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.