(Kalda)stríðsáróður

Danir gera það ekki endasleppt í hernaðarhyggju sinni (reyndar eru öll Norðurlöndin þar sek). Þeir ætla að stórauka framlög til hermála en rífast þó um hvar eigi að taka peningana. M.a.s. innan stjórnarinnar er tekist á um þetta. Hægra liðið vill fyrst og fremst skera niður í velferðarkerfinu en kratarnir í stjórn vilja að skorið sé jafnt niður (eða álögum deilt jafnt). 
Hins vegar er þetta varla nokkur frétt því henni var strax mótmælt af sérfræðingum á sviði hermála. Þetta sé mjög ólíklegt. Meðal annars er bent á að þá þyrfti NATÓ að vera liðið undir lok og að Evrópulöndin hætti að hervæðast. Þá eru Rússar þegar illa haldnir vegna stríðsins í Úkraínu (og Kúsk) og hafa engan áhuga á að færa átökin út. Reyndar hafi þeir aldrei haft neinn áhuga á að hefja stríð við ESB-löndin. Þá hafa þeir margoft lýst því yfir að þeir vilji ekki stríð við NATÓ.

En Mogginn birtir auðvitað aðeins það sem þjónar þeirra (kalda)stríðsáróðri - og miðhægri stjórnin (og Þorgerður Katrín) spilar með.

https://www.dr.dk/nyheder/indland/eksperter-afviser-risikoen-en-storskalakrig-i-europa


mbl.is Gætu hafið stórstyrjöld innan fimm ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 462821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 166
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband