Falsfrétt eða léleg endursögn?

Þetta er undarleg endursögn á aðalatriðunum í ræðu Vance, nýja utanríkisráðherra Kanans.
Það sem skiptir raunverulega máli var gagnrýni hans á afstöðu Evrópuþjóða gagnvart Rússlandi. Evrópa væri enn föst í kaldastíðsáróðrinum frá tímum Sovétríkjanna.
Umfjöllunin í Evrópu um stríðið í Úkraínu einkennist af röngum upplýsingum og falsfréttum.
https://www.svt.se/nyheter/utrikes/jd-vance-i-hart-angrepp-mot-europa-i-tal-i-munchen

Þetta þýðir auðvitað gjörbreytta stöðu í heimsmálunum. Evrópa og þar með Norðurlönd standa nú ein í stríðsáróðrinum gegn Rússum en Bandaríkin eru að bakka út.

Áform ESB-þjóðanna um að stórauka vopnabúnað sinn er ekki til að verja Evrópu, eins og svo falslega er haldið fram, heldur til að auka þátttöku þeirra í stríðinu í Úkraínu.
Kannski eru þessar þjóðir á leið til að taka beinan þátt í átökunum þar með að senda herlið þangað. 
Spurning hvað íslenska ríkisstjórnin með kúlulánadrottninguna í fararbroddi gerir. Sendir sérsveitina á vettvang eða kemur á herskyldu til að senda íslensk ungmenni til að verða fallbyssufóður á sléttunum í Úkraínu?
Önnur eins speki og sú sem vellur uppúr utanríkisráðherranum okkar þessa dagana, minnkar ekki líkurnar á þesskonar rugli.
Þetta er jú sá "friður" sem hún og ESB talar um þessa dagana.


mbl.is Vance hvatti Evrópu til að breyta um kúrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.2.): 8
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 297
  • Frá upphafi: 460694

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 255
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband