19.2.2025 | 16:43
Ritstjóri danska sjónvarpsins rekinn fyrir að segja sannleikann
Danir gera það ekki endasleppt í últra-hægri-sveiflu sinni. Landið er að verða að algjöru fasistaríki. Fyrst með mjög harðri innflytjendapólitík, þeirri verstu í Evrópu (meira að segja leiðtogi hægra flokksins í Þýskalandi (Kristdemókrata) vill ekki ganga eins langt), svo með fjáraustrinu til Selenskys (sem Trump kallar einræðisherra enda hefur "Selurinn" ekki leyft neinar kosningar í Úkraínu í mörg ár en forsetakosningar áttu að fara fram í landinu í fyrra) og svo þetta með Grænland núna.
Í myndinni um Grænland, sem ritstjórinn brottrekni leyfði sér að birta, er sýnt fram á það að Danir hafi stórgrætt á Grænlandi með námugröftri í á aðra öld. Þessi uppljóstrun kemur auðvitað Dönum illa, sem hafa alltaf haldið því fram að Grænland kosti þá miklu meira en landið gefur (sama hafa þeir sagt um Færeyjar sem einnig er lygi).
Þessi umræða hefur orðið til þess að Grænlendingar eru farnir að huga að því að krefjast endurgreiðslu á hluta af þessum gróða, eða jafnvel að taka tilboði Trumps um að verða bandarísk eign! Slík endurgreiðsla kæmi sér illa fyrir Dani sem huga að stórfelldri hervæðingu og mega því engan pening missa svo ekki fari allt í bál og brand heimafyrir.
Svo auðvitað þetta með Trump og áhuga hans á að eignast eyjuna.
Já illa láta dönsk stjórnvöld þessa dagana. Þar er við völd stjórn sem minnir mjög á íslensku ríkisstjórnina, miðhægri stjórn með krata sem forsætisráðherra og í samstarfi við "frjálslynda" hægri flokka (Venstre þar, Viðreisn hér). Í báðum þessum löndum eru gömlu hægri flokkarnir að líða undir lok, Konservative og Sjálfstæðisflokkurinn, en þá tekur ekkert betra við. Hinir færa sig þá bara lengra til hægri.
Hér áður fyrr, eða þegar ekkert lýðræði var í Danmörku, var í raun meira lýðræði og frjálsari skoðanaskipti en nú. Jón Sigurðsson forseti fékk til dæmis birtar kröfur sínar, og Íslendinga, í þarlendum blöðum um að Danir skulduðu Íslandi stórfé, m.a. vegna verslunargróðans og vegna klaustursjarðanna sem þeir hirtu við siðaskiptin.
Já, heimur fer greinilega versnandi þrátt fyrir allan fagurgalann um lýðræði - og opna og gagnrýna samfélagsumræðu. Það er einfaldlega orðin tóm.
![]() |
Dregur heimildarmynd um Grænland til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.2.): 5
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 460916
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 348
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning