Macron að bjarga andlitinu heima fyrir?

Sjarm-sókn Macrons með heimsókn sinni í Hvíta húsið til "vinar" síns, Trumps, er greinilega gerð til að bæta stöðu hans heima fyrir. Þar hefur hann átt mjög í högg að sækja eftir kosningarnar í Frakklandi í fyrra þar sem flokkur Macrons beið afhroð, tapaði miklu fylgi.
Í kjölfar þessa ósigurs hefur hann komið því til leiða að flokkur hans heldur enn völdum þrátt fyrir að lítinn stuðning á þingi. Macron hefur þannig í raun afnumið þingræðið í landinu með því til dæmis að skipa fjárlög án samþykki þingsins og þar sem afnema löggjafarvald þess að hluta.
Því er honum mikil nauðsyn að sýna fram á að hann sé í leiðtogahlutverki í Evrópu og standi vörð um öryggi ESB-landanna (og NATÓ). Segja má að þetta hafi honum tekist með því að halda góðu sambandi við Trump, þrátt fyrir allt. 

Líklega hefur fundur Selenskís og Trump, í boði Macrons, í París í desember síðastliðnum haft þar mikið að segja. Eftir myndum að dæma af þeim fundi hefur Selenski móðgað Trump, sem skýrir fjandsamleg ummæli Bandaríkjaforseta í garð Úkraínumannsins. Þá gekk Macron á milli sem hinn viðkvæmi (og hégómlegi) Trump kunni að meta. Þar hljóp Selenskí illilega á sig, sem hann í raun viðurkennir nú með því að bjóðast til að segja af sér.
Sjá hér myndina sem sýnir móðgunina - og tilraun Macrons til að stöðva Selenski - glögglega. Hinn litla karl sem er að gera sig breiðan:

https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024-12-07-zelensky-raeddi-vid-trump-um-horfur-stridsins-i-ukrainu-430470


mbl.is „Enginn leiðtogi heimsins höndlar Trump eins vel og Macron“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og nítján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.2.): 34
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 293
  • Frá upphafi: 460979

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 258
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband