28.2.2025 | 18:40
Hörð skoðanaskipti?
Reyndar voru þetta ekkert "hörð skoðanaskipti", eða rifrildi eins og erlendir fjölmiðlar fullyrða, heldur talaði Trump yfir hausamótunum á Selenski, sem reyndi að malda í móinn en komst lítið að.
Hins vegar kemur fram í þessum fréttum af fundi þeirra að Selenskí kallaði Pútín fyrir morðingja og terrorista, og sagði að samningar við morðingja kæmu ekki til greina.
Það var mjög heimskulegt af honum í ljósi vináttu Trumps og Pútíns, enda sagði Trump að það væri alltaf hægt að semja (compromise). Staða Selenskís versnar enn eftir þennan fund (sem átti að verða svo árangursríkur fyrir hann og Úkraínu), og var hún þó nógu erfið fyrir.
Allir norrænu fjölmiðlarnir fjalla um þetta og sýna myndbönd frá "umræðunum":
https://www.nrk.no/urix/donald-trump-moter-volodymyr-zelenskyj-i-det-hvite-hus-1.17320260
![]() |
Myndskeið: Fóru hörðum höndum um Selenskí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.2.): 98
- Sl. sólarhring: 98
- Sl. viku: 217
- Frá upphafi: 461134
Annað
- Innlit í dag: 85
- Innlit sl. viku: 180
- Gestir í dag: 80
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning