5.3.2025 | 09:41
Blekkingarleikurinn kringum WOW air
Það var vitað mál lengi að WOW air væri í raun gjaldþrota, og það löngu áður en forstjórinn, Skúli Mogensen, viðurkenndi það. Þrátt fyrir það tókst honum að blekkja fjárfesta til að kaupa hlutabréf í gjaldþrota flugfélaginu, komst upp með það og þurfi svo engu að gjalda fyrir að hafa féflett fjölda félaga.
Eftir á sagðist hann hafa sett allt sitt fé í fyrirtækið og stæði uppi fjárvana - en tókst samt að kaupa Hvammsvíkina stuttu síðar og byggja þar upp þokkalegustu aðstöðu - fyrir stórfé. Seinna kom fram að hann hafi aðeins tapað 770 milljónum í gegnum félag sitt Titan. Gjaldþrotið nam hins vegar 20 milljörðum.
Já, Ísland er gósenland fyrir braskarana. Engin viðurlög þrátt fyrir margítrekað svindl.
Flugfélagið varð opinberlega gjaldþrota 28. mars 2019. Deginum áður birtist frétt í Fréttablaðinu, að Skúli, ásamt nokkrum stjórnarmönnum, hafi farið á fund í fjármálaráðuneytinu og komið flestir glaðbeittir út þaðan.
Í söluræðu Skúla sem vitnað er til í fréttinni segir að lausafjárstaðan verði orðin jákvæð um meira en milljarð þegar það sumarið (í júní!). Hún verði svo komin í næstum þrjá milljarða í lok árs 2021 og rekstrarafgangur orðinn um níu milljarðar!
Svo leið ekki nema sólarhringur frá þessari frétt þar til flugfélagið var lýst gjaldþrota. Þrátt fyrir þennan blekkingarleik Skúla birta blöðin viðtöl við hann eftir gjaldþrotið og fréttir um hve sárt þetta taki hann, þ.e. birta mynd af honum sem góða gæjanum.
Í skuldabréfaútboðið 18. september 2018 söfnuðust um 8 milljarðar króna sem áttu að duga til að brúa reksturinn næstu 18 mánuði! Í lok nóvember birti WOW hins vegar tilkynningu þar sem fram kom að langtímafjármögnun væri ótrygg og félagið þyrfti nauðsynlega á auknu fé að halda. Spurt var hvert þessir átta milljarðar hafi farið en fullnægjandi svör fengust ekki.
Þeir virðast hafa gufað með öllu upp og aldrei farið í að greiða niður skuldir.
![]() |
WOW air var í raun gjaldþrota löngu fyrr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.3.): 15
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 362
- Frá upphafi: 461398
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 315
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning