ESB-draumurinn úti?

Hætt er við að Evrópusambandsdraumur Viðreisnarstjórnarinnar sé að snúast upp í martröð við þessi tíðindi. Með aðild munu tollar á útflutningsvörum okkar Íslendinga til Bandaríkjanna hækka um 10% (úr 10 í 20). Kannski ekki mikið en nóg samt ef miðað er við harmakveinið sem heyrist frá ESB vegna þessara tollahækkana Bandaríkjastjórnar.
Svo hótar mafían í Brussel hefndartollum þannig að tollar á vörum þaðan munu eflaust snarhækka ef af þessu tollastríði verður.
Annars er þessi umræða hin undarlegasta, en svo sem ekkert öðruvísi en vanalega. Engin rannsóknarvinna hjá fjölmiðlum - og ekki hjálpa pólitíkusarnir til.
Einungis upphrópanir um hve Trump er vondur og er að setja allt í bál og brand.

Samt virðist sem tollar á vörum frá Bandaríkjunum til Evrópu séu enn miklu hærri en í hina áttina. Hækkunin sé aðeins helmingur af þeim tollum sem vörur þaðan þurfa að sæta. 
Þetta á einnig við hér á landi. Engar upplýsingar til almennings um hve háir tollar eru á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum. Miklu hærri en 10%?


mbl.is Tollar Trumps: Samanburður á Íslandi og vinaþjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 216
  • Frá upphafi: 462547

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 186
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband