14.4.2025 | 09:05
Mogginn að Trumpast?
Nokkuð sérkennileg frétt þetta frá málgagni Flokksins. Vísað er í bókun Ingvars Smára Birgissonar en lesendum til upplýsingar er þessi náungi fulltrúi Sjálfstæðismanna í stjórn RÚV, áður formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og enn fyrr formaður hinnar illræmdu ungliðahreyfingar Flokksins, Heimdallar!
Og af hverju er verið að gera þátttöku RÚV í þessu ICEwater verkefni tortryggilegt þar sem stofnunin er aðeins ein af fjölmörgum stofnunum og félagasamtökum sem fær þennan styrk? Það taka 23 slík þátt í því.
Verkefnið gengur út á að að vernda vatn hér á landi og gera rannsóknir á því með það að markmiði að auka gæði þess. Þess vegna er auðvitað gott að fjölmiðlar komi að slíku.
Já hver er hin raunverulega ástæða þessarar "bókunar" og þessara "varúðar"orða. Ætli Mogginn og Flokkurinn sé á móti vatnsvernd - og þá af hverju?
Nú er mikið hamrað á þörf á auknum vatnsvirkjunum sem vel getur stangast á við verndunarhugmyndir. Svo er það auðvitað CarbFix æðið sem gengur nú yfir íslensk athafnaskáld. Það krefst mjög mikillar vatnsnotkunar, ætli það sé kannski aðalástæðan fyrir þessu andófi?
Sjá um ICEwater hér en því var komið af stað með forystu Umhverfis- og Orkustofnunnar með blessun Umhverfissráðuneytisins í ráðherratíð Guðlaugs Þórs og tekur ráðuneytið þar þátt!:
https://uos.is/frettir/icewater-verkefnid-hafid
![]() |
Evrópustyrkir til RÚV athugaverðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 11
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 236
- Frá upphafi: 462813
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 203
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning