23.4.2025 | 07:43
Aðför að útivistarmöguleikum almennings
Svo virðist sem skipuleg aðför að möguleikum íbúa höfuðborgarsvæðisins til útivistar sé yfirstandindi þessi misserin.
Fyrst stóð Ísavía og Samgöngustofa fyrir stórfelldum skemmdum á Öskjuhlíðinni þannig að nú lítur stórt svæði þar út eins og eyðimörk og svo nú þetta með Heiðmörk.
Hvort tveggja er undir yfirskini eins konar "öryggis". Flugöryggis í Öskjuhlíðinni þó svo að svæðið, þar sem tré hafa verið fjarlægð, sé miklu stærra en hægt sé að réttlæta það "vegna flugöryggis". Ísavíaeyðimörkin er ekki einu sinni í beinni stefnu við flugbrautina og því algjör óþarfi að fella þetta mörg tré.
Sama virðist vera á ferðinni í Heiðmörk. Yfirskynið er vatnsöryggi en meðalið miklu róttækara en ástæða er til.
Í báðum þessu tilvikum er gengið á sveitarstjórnarvaldið. Bæjarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu virðast ekki hafa neitt um þetta að segja. Annars vegar er það sjálfstjórnarfélag í eigu ríkisins, Isavía, sem gengur fram með þessu offorsi og hins vegar fyrirtæki í eigu Orkuveitunnar, Veitur, sem einhverra hluta vegna þykist eiga vatnsból höfuðborgarsvæðisins og haga sér að eigin geðþótta með þá "eign" sína.
Er ekki kominn tími til að sveitarfélagin á höfuðborgarsvæðinu taki sig saman og hrindi af sér þessa aðför að lögmætum yfirráðum sínum yfir eigin málefnum? Er þau ekki í raun lögvarin?
![]() |
Bæjarstjórar efast allir um bílabannið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 189
- Frá upphafi: 463253
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 158
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.