8.5.2025 | 12:21
Þetta "snarruglaða þéttingar-dogma"!
Mæl þú kvenna heilust, Sólveig Anna! Þetta þéttingardogma leiðir ekki aðeins til slæms birtuskilyrða í blokkarhverfum heldur einnig til stórhækkaðs íbúðaverðs sem allt venjulegt fólk hefur ekki efni á. Ástæðan er fyrst og fremst algjört lóðaorkur í borginni en von um hátt lóðaverð er eimitt það sem liggur að baki þessari dogmu um þéttingu byggðar.
Annað er einfaldlega fyrirsláttur. Borgin hefur verið illa rekin lengi, mikil skriffinnska og útþennsla "bálksins" hefur gert það að verkum að allar klær hafa verið úti til að mata krókinn þar á meðal á rándýrum lóðum.
Þetta hafa svo lukkuriddarar Hrunstímans nýtt sér og byggja eins mikið magn og hægt er á lóðum þeim sem þeir hafa keypt á okurverði, annað hvort af borginni eða af öðru stórhöfðingjum eins og Ólafi Ólafssyni og fleiri lóðabröskurum.
Borgarstjórnarmeirihlutinn gerir auðvitað ekkert í þessum málum, sem þeir þó geta í gegnum skipulagsráð og byggingarfulltrúa, enda þeim í hag. Skipbrot vinstrimennskunnar er algjört og kominn tími til að fá almennilegan Verkamannaflokk til að koma skikkan á málefni höfuðborgarinnar.
![]() |
Sólveig Anna gagnrýnir þéttingu byggðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 57
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 126
- Frá upphafi: 463121
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 108
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning