Snillingur hann Arnar!

Í fréttum nýlega var Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjáfari karlanna gagnrýndur fyrir að nota of marga leikmenn síðan hann tók við liðinu. Hann samþykkti það svo ljóst var að hann myndi byggja áfram á gamla liðinu, sem hefur verið undirstaða landsliðsins allt frá því að Hareide var með það - og með arfaslökum árangri.
Dæmi um þetta nú eru þeir Aron Einar og Guðlaugur Viktor sem enn og aftur eru valdir.
Samt víkur Arnar útaf þessu með því að taka Arnór Trausta útúr liðinu og velur Gísla Þórðarson í stað hans. Þó er Arnór að standa sig mjög vel með Norrköping meðan lið Gísla er í frekar slæmum málum í Póllandi - og enn verri í Evrópu.
Fleira er þarna sem er einkennilegt. Andri Gudjohns er valinn þó hann sé án félags og hafi ekkert spilað á þessari leiktíð. Minna má á að sama gildir um Christian Eriksen í danska landsliðinu sem er ekki valinn vegna þess sama (en er þó miklu betri og frægari leikmaður en Andri). Svo er spurning um valið á stráknum, Daníel Guðjohns. Hann er auðvitað bráðefnilegur en hefur þó lítið spilað með Malmö, sem er ekki að standa sig í sænsku deildinni né í Evrópu.
Á meðan er sjóðheitur leikmaður eins og Stefán Sigurðsson hjá Sandefjord ekki valinn. Einnig Brynjólfur Willums sem skorar reglulega í hollensku úrvalsdeildinni.
Hvað gamlingjana í vörninni varðar, Aron Einar og Guðl. Viktor, þá fær Davíð Ólafs enn ekki séns þó hann sé fastamaður hjá liði sínu sem er í öðru sæti í pólsku deildinni, langt fyrir ofan lið Gísla Gottskálks.

Já, Arnar er sko ekki að meika það.


mbl.is Arnar valdi tvo nýliða í landsliðshópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 91
  • Sl. viku: 309
  • Frá upphafi: 464665

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 282
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband