Fjölmiðlar þegja um stórtap

Það er óhætt að segja að íslenskir fjölmiðlar eru ekki að upplýsa íslenska lesendur sína mikið um stöðu mála hjá helstu fjármálafyrirtækjum okkar.

Sakleysisleg frétt Moggans þann 19. desember af sölu FL-Group á hlutabréfum í Finnair sagði alls ekki frá því sem máli skipti.

FL-Group tapaði nefnilega tvo og hálfan milljarð króna á sölunni (sjá http://www.business.dk/article/20071219/borsnyt/71219075/)

Nú í dag 5. janúar var síðan frétt um ófarir fyrirtækisins í Danmörku en leitað til eins forvígismanns félagsins til andsvara þar um, að því er virtist til að draga úr ótta fólks um að fyrirtækið sé að fara á hausinn. Fjölmiðlar hér á landi hafa verið duglegir að gera lítið úr fréttum frá Danmörku um slæma stöðu fyrirtækisins og annarra íslenskra útrásarfyrirtækja og eru enn við sama heygarðshornið.

Ástæðan getur varla verið önnur en tilraun til að halda slíkum upplýsingu frá almenningi og þar með koma í veg fyrir hrun á verði hlutabréfa þeirra.

Hér virðist því vísvitandi verið að blekkja hugsanlega hlutabréfakaupendur - og hlutabréfaeigendur. 


mbl.is FL Group selur í Finnair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband