17.1.2008 | 12:41
Hvaða trúarleiðtogar?
Þetta er athyglisverðar tölur um traust á starfstéttum. Ef við berum saman þessa birtu niðurstöður við frétt ruv.is um sama mál þá kemur í ljós að kennarar hér á landi fá hærri einkunn en kollegarnir í útlöndum (46% atkvæða á móti 34%). Stjórnmálamenn koma svipað út (9% og 8%) sem sýnir vel hug fólks til hinna kjörnu fulltrúa sinna. Svo er mönnum tíðrætt um mikilvægi lýðræðisins!!
En það sem vekur mesta athygli er útkoma innlendra trúarleiðtoga í samanburði við þá útlensku. Hér segist aðeins 4% treysta þeim er ytra eru það heil 27% og kemur sá hópur manna næst best út allra þar.
Reyndar veit ég ekki við hverja er átt þegar aðeins 4% aðspurðra segist treysta trúarleiðtogunum en óneitanlega leitar hugurinn til biskups Íslands (og kannski forstöðumanns Krossins vegna viðbragða hans við nýju biblíuþýðinguna).
Það er tvennt sem biskup hefur þurft að glíma við á undanförnum mánuðum, þ.e. annars vegar afstaða hans til hjónabands samkynhneigðra og hins vegar deilur hans við Siðmennt og fleiri "trúlausra" hópa sem vilja hlutlausari fræðslu um trúmál, trúarbrögð og lífsskoðanir í skólum landsins.
Ef þetta er rétt til getið hjá mér þá tel ég ljóst að biskup (og þjóðkirkjan sem slík) verði að fara að endurskoða málflutning sinn í þessu málum, annað hvort með því að gjörbreyta um afstöðu eða með því koma skoðunum sínum betur á framfæri þannig að fólk taki þeim betur.
Kannski er þó millileiðin best í þessu. Engar grundvallarbreytingar en taka mið af þeirri þjóðfélagsgerð sem við búum við í dag - og fylgja svo þeirri endurskoðun eftir með jákvæðari umræðu um þessi mál en verið hefur.
Kennurum treyst best á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trúarleiðtogar er annað nafn yfir hræsnara og svikara... ekkert getur bætt málstað þeirra þvi málstaðurinn er fáránleiki og fordómar
DoctorE (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 13:13
Er fólk ekki einfaldlega með presta í huga?
Matthías Ásgeirsson, 17.1.2008 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.