17.1.2008 | 21:07
Ísland Evrópumeistarar?
Já, leikurinn við Svía var einn stór brandari, sérstaklega miðað við væntingar manna. Margir voru að spá íslenska liðinu verðlaunasæti ef ekki sigri á mótinu, og það í fullri alvöru.
Loftið fór nú vonandi úr fólki þegar liðið var komið 10 mörkum undir á móti Svíum!
Ég held að nú sé fullreynt með Alfreð. Hann hefur sýnt að hann nær ekki árangri Viggós.
Landsliðinu hefur farið aftur undir stjórn hans. Er þetta ekki sjötta tapið í röð á stórmóti?
Tap í fimm síðustu leikjunum á HM og byrjað með tapi hér?
Það verður þokkalegur svanasöngur Alfreðs ef allir leikirnir tapast í þessum riðli eins og margt bendir til eftir góðan leik Slóvaka gegn Frökkum: 8 tapleikir í röð!
Svíar sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reyndar hef ég aldrei skilið þessa rosalegu væntingar til handboltalandsliðsins á stórmótum. Þó þeir vinni einhverja æfingaleiki rétt fyrir mót þá er eins og það sé eiginlega formsatriði að klára mótið, og dollan sé klár. En samt vonandi rífa þeir sig upp fyrir næsta leik.
Gísli Sigurðsson, 17.1.2008 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.