21.1.2008 | 17:15
Kreppan í algleymingi
Talað er um þennan dag, mánudaginn 21. janúar, sem versta dag í kauphöllum í kringum okkur síðan í september 2006. Þá er þetta versta langa tímabilið síðan árið 2000.
Í Danmörku hefur t.d. AP Møller-Maersk tapað 100 milljöðrum danskra króna síðan hlutabréfin stóðu sem hæst í ágúst í fyrra. Nordea-bankinn spáir áframhaldandi niðursveiflu næstu tvö árin og talar um hugsanlegt hrun hins danska fjármálaheims. Horfurnar í USA eru og mjög slæmar og spáð er áframhaldandi samdrætti næstu misserin.
Samt eru sumir fjármálaspekulantar enn við sama heygarðshornið og reyna að plata almenning til að fjárfesta í verðbréfum: Nú sé besti tíminn! Reyndar treysta þeir á það að fyrirhuguð lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum fái fjárfesta til að taka lán á nýjan leik og þannig fá örlítið líf aftur í markaðinn.
Hvenær megum við búast við þeim viðbrögðum frá Seðlabankanum hér heima, að hann fari að gera eitthvað til að draga úr lækkun hlutabréfa og sporna þannig gegn hugsanlegu hruni markaðarins og fjölda gjaldþrota því samfara?
Mikil lækkun hlutabréfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.