Exista

Þær voru sérkennilegar fréttirnar í Ríkissjónvarpinu um Kauphallarhrunið í dag. Er fall vísitölunnar nú orðið 20% frá áramótum en Norðmenn nota þá prósentutölu sem viðmiðun um hvort hægt sé að tala um hrun. Yfir - þá er talað um hrun, undir þá er aðeins talað um fall!

RUV, og reyndar einnig forstjóri Kauphallarinnar, vildi sýnilega reyna að styrkja hlutabréfamarkaðinn og kenna frétt SE-bankans sænska um þessar ófarir en bankinn leyfði sér að benda á stórtap Exista á síðustu mánuðum. Existamenn sjálfir hafa reynt að rugla fólk í rýminu og halda því fram að útreikningar Svíanna sé rangar - og RUV keypti það.

En eins og margoft hefur komið fram hér á mbl.is þá hafa hlutabréf í Exista verið í frjálsu falli frá því um mitt ár í fyrra. Tapið frá júlí til desember nam 40% og annað eins á því ári sem nú er nýbyrjað. Samanlagt nemur tapið um 400 milljarða frá því í október þar af 95 milljarða á síðustu þremur vikum! Nú eiga þeir aðeins eftir 133 milljarða í mesta lagi.

Í  frétt mbl.is í morgun kom fram að ef bréfin í Exista myndu falla um 7% eða meira þá þyrftir fjárfestingarfélagið að selja hluti sína í finnska tryggingarfélaginu Sampo (20% hlut) og í Storebrand í Noregi. Nú féllu bréfin bara í dag um 11% svo allt bendir til að Existamenn verði að selja nú allra næstu daga til að forðast gjaldþrot. Þar með er útrás þessa fyrirtækis úr sögunni, útrás sem leit satt að segja mjög vel út fyrir nokkrum mánuðum. Sampo á t.d. um 10% hlut í sænska bankanum Nordea sem er stærsti bankinn á Norðurlöndum.

En þetta kemur einnig illa við fyrirtæki hér heima. Exista á 23% hlut í Kaupþingi og 43,6% í Símanum. Kaupþing stendur sérstaklega illa þessa daganna svo enn bætist á vanda bankans.  Ef Exista verður gjaldþrota eða því sem næst er hætt við að Kaupþing fari sömu leið.

Það er því ekki nema von að kippt hafi verið í spotta í dag og reynt að gera fréttir af raunverulegri stöðu fyrirtækisins tortryggilegar.


mbl.is Lækkun Úrvalsvísitölunnar 20,1% frá áramótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband