27.1.2008 | 14:24
Frakkarnir góðir
Yfirburðasigur Frakka yfir Þjóðverjum sýnir hvað franskur handbolti er sterkur í dag. Franska og danska deildin slaga hátt upp í spænsku og þýsku deildirnar.
Í því ljósi verður afstaða Alfreðs Gíslasonar til Ragnars Óskarssonar, sem spilar í Frakklandi, að teljast einhver verstu mistök sem Alfreð gerði á stuttum þjálfaraferli sínum hjá íslenska landsliðinu. Hann gat ekki notað Ragnar, sem var í fyrra kjörinn besti leikstjórnandinn í frönsku deildinni, á VM í fyrra - og kom með þá fáránlegu yfirlýsingu fyrir EM núna að hann myndi líklega ekki velja Ragnar í liðið þótt hann væri búinn að ná sér eftir meiðsli sem hafa verið að hrjá hann.
Í staðinn hefur Alfreð treyst algjörlega á Snorra Stein Guðjónsson sem leikstjóranda, mann sem er mjög mistækur leikmaður, sem nauðsynlega þarf á góðum miðjumanni til að leysa sig af þegar á móti blæs.
Nú er lag, þegar Alfreð er burtu, að bæta fyrir þessi mistök og nota Ragnar miklu meira en verið hefur. Hann ætti meira að segja að vera fyrsta val því hann er miklu útsjónarsamari leikmaður en Snorri sem er oftast mjög útreiknanlegur.
Frakkar völtuðu yfir Þjóðverja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reyndar voru Þjóðverjar með varaliðið, vantaði 4 menn í byrjunarliðið v/meiðsla. En franska liðið er það besta í heimi í dag, þótt þeir hafi ekki komist í úrslit. Kveðja
Eiríkur (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.