8.4.2008 | 22:02
Nú kaupa Íslendingar ekki lengur ...
... í útlöndum heldur kaupa útlendingar Ísland.
Svo segir í frétt á politiken.dk (http://blog.politiken.dk/orskov).
Þar er vitnað frétt í Financial Times þar sem gert er grín að landinu undir yfirskirftinni Saving Iceland (kunnuglegt heiti ekki satt?), sjá: http://www.ft.com/cms/s/0/e006c43a-fb9f-11dc-8c3e-000077b07658.html?nclick_check=1
Þar er Ísland kallað " the giant hedge fund off the west coast of Norway that owns large parts of Britain's high streets."
Þar eru helstu fjárfestingarsjóðirnar uppnefndir og kallaðir:
the Baugur Opportunity Fund;
the Glitnir Worth A Punt Fund
and the Kaupthing Let's Have a Go Fund
Þeir eru sagðir skulda mörgum sinnum meira en íslenska ríkið sem þó sé eitt skuldsettasta ríki heims.
Nú sé landið til sölu á um 250 m. dollara (vonandi milljarða frekar en milljónir). Reykjavík fáist á 10bn dollara. Þjóðverjar vilji kaupa en Danir telja sig eiga forkaupsrétt enda landið gömul nýlenda.
Þetta fer nú að líkjast Íslandsklukku Laxness og tilboð Þjóðverja til Dana um að kaupa Ísland - og gera Arne Arneus (Árna Magnússon prófessor) að landstjóra.
Já tíminn er ekki línulegur heldur hringlanga. Við komum aftur og aftur að tímabili sem áður hefur gerst í sögu þjóðarinnar, í þessu tilfelli fyrri hluta 18. aldar þegar landið hafði verið svo blóðmjólkað af fjármagni að lítið var eftir en setja það á uppboð og selja hæstbjóðanda.
En nú er munurinn sá að það eru ekki hin vonda danska verslun sem hefur gert landið gjaldþrota heldur Íslendingarnir sjálfir, hinir öflugu, frjálsu og framtakssömu útrásarmenn hvers ímynd yfirvöld er enn að reyna að selja í útlöndum.
Nú er það bara spurning hverjum stendur til boða að verða landstjóri Þjóðverjanna hér uppi á skerinu. Hefur einhver lesandi uppástungu um það?
Segir Íslendinga ekki hafa selt neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.