Þau eru fleiri hryðjuverkin

Óhætt er að tala um að fréttaflutningur vestrænna fjölmiðla af ástandinu í Tíbet og tilraunir afla hér á Vesturlöndum til að fá þjóðir hins vestræna heims til að hundsa Ólympíuleikana, séu hryðjuverk.

Kínverjar, þ.e. almenningur allur en ekki bara stjórnvöld, líta á mjög svo fjandsamlegar fréttir frá upphlaupinu í Tíbet á dögunum sem beina aðför að kínversku þjóðinni.

Þetta kemur ekki aðeins fram í stuðningi brottfluttra Kínverja sem hylla þá sem hlaupa með Ólympíukyndillinn um vestræn lönd heldur einnig heima fyrir.

Þeir sem þykjast vera að berjast fyrir auknum mannréttindum í Kína (Birgitta Jónsdóttir hér á landi og viss öfl í Vinstri-grænum)  gera það a.m.k. ekki í umboði kínversks almennings.

Þessi einhliða og villandi fréttaflutningur hefur aukið mjög þjóðerniskennd Kínverja þannig að nú ríkir almenn andúð á Vesturlöndum þar í landi. 

Sjá umfjöllun hér um ólguna í Kína um þessar mundir: http://www.aftenposten.no/meninger/kommentarer/article2359864.ece 


mbl.is Skipulögðu hryðjuverk á Ólympíuleikunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 187
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband