12.4.2008 | 13:50
Athyglisverð fréttatilkynning
Já það gildir greinilega ekki sama um Jón og séra Jón hjá ráðherrum Samfylkingarinnar.
Fréttatilkynningin um að ráðherra ætli að taka upp mánnréttindamál í viðræðum sínum við kínverska ráðamen og að það sé þjóðréttarleg skylda Kínverja að virða mannréttindi í Tíbet, skýtur nokkuð skökku við ferð formanns Samfylkingarinnar til Bandaríkjanna nú á sömu dögum.
Í fréttum sjónvarps varð maður vitni að miklum kærleikum með Ingibjörgu Sólrúnu og Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Rice var tíðrætt um hve góðir bandamenn þeirra Íslendingar væru - og virtist Ingibjörg ekkert kunna því illa - heldur þvert á móti. Hún brosti sínu blíðasta svo minnti á kossaflensið við Geir í fyrra.
Ekkert kom heldur fram um að hún hafi gert athugasemd við innrás Bandraíkjamanna í Írak né hersetu þeirra þar, og í Afganistan, og ekkert um stuðning þeirra við ofbeldi Ísraela á hendur nágrannaþjóðum sínum.
En skyndilega þegar komið er til þjóðar af öðrum kynstofni og öðru kerfi (þó það byggist á jafnaðarmennsku) þá kemur annað hljóð í skrokkinn.
Skyldi vera hér illa dulinn rasismi á ferð eða er þetta bara enn eitt dæmið um tækifærismennsku Samfylkingarinnar?
Viðskiptaráðherra fer til Kína í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta með hljóðið í skrokknum er orðið óþarflega föst vitleysa í málfari fólks sem langar til að tengja sig gömlum orðtækjum.
Upprunalega er þetta nú: "komið annað hljóð í strokkinn."
Árni Gunnarsson, 13.4.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.