Til fyrirmyndar

Loksins heyrir maður einhverjar jákvæðar fréttir í fjölmiðlum um útlendinga og um Pólverja sérstaklega.

Nýlega var gerð könnun í Noregi um viðhorf fjölmiðlafólks gagnvart útlendingum. Úrtakið var stórt eða yfir 1000 manns, eða 1163

(sjá http://www.aftenposten.no/meninger/debatt/article2363594.ece)

Þar kemur m.a. fram að fjórði hver blaða- og fréttamaðurinn telur rasisma vera að finna innan stéttarinnar.  Og sjö af hverjum tíu segir að upplýsingar um upprunaland fólks sem er í fréttum, yfirleitt vegna gruns um einhver afbrot, þ.e. í neikvæðum fréttum, séu oftar en ekki algjörlega ástæðulausar og ekki til annars en að koma neikvæðum stimpli á innflytjendur.

Þetta er auðvitað mjög áberandi hér á landi. Aldrei er talað um, ef afbrotamaðurinn er íslenskur, að hann sé Suðurnesjamaður eða ættaður að norðan, en þegar um útlending er að ræða þá þykir slíkt mjög mikilvægar uppýsingar. Þetta kalla Norðmenn rasisma og skammast sín fyrir.

Svíar ganga lengra og banna all slíkt (kalla diskriminering sem er lögbrot þar í landi). Okkur hins vegar finnst ekkert athugavert við þetta, a.m.k. hef ég ekki séð neina slíka umræðu meðal fjölmiðlafólks hér á landi.

En öðru hverju heyrast jákvæðar fréttir um fólk af erlendu bergi brotnu. Þessi frétt er ein þeirra. Takk.


mbl.is Póllandskynning í Heiðarskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ráðstefna í Salnum, Kópavogi, föstudaginn 18. apríl Hinn grunaði er útlendingur!
- umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og afbrot
Ráðstefna um umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og afbrot verður haldin
í Salnum, Kópavogi, föstudaginn 18. apríl 2008 kl. 13.00-17.45.
Alþjóðahús, Félags- og tryggingamálaráðuneytið/ Fjölmenningarsetur,
lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Blaðamannafélag Íslands og Kópavogsbær
standa að ráðstefnunni og er markmiðið að opna umræðuna meðal
hlutaðeigandi. Fundarstjóri er Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði
við Háskólann á Akureyri.
13.00 Setning - Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss
13.05 Ávarp - Jóhanna Sigurðardóttir, Félags- og
tryggingamálaráðherra
13.10 Eru afbrot útlendinga öðruvísi en Íslendinga? -
Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlanadeildar
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
13.30 Afbrot, staðalmyndir og innflytjendur - Helgi
Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
13.50 Sjónarhorn blaðamannsins - Rúnar Pálmason, blaðamaður
hjá Morgunblaðinu
14.10 The media- a tool or an obstacle for integration?
(Fjölmiðlar - hjálp eða hindrun í aðlögun innflytjenda?) - Arash Mokhtari,
verkefnisstjóri hjá Quick response í Svíþjóð
15.00 Fjölmiðlagreining 2007 - Magnús Heimisson,
forstöðumaður Fjölmiðlagreininga
15.20 Kaffihlé
15.35 Málstofa I - Umræðan á götunni/bloggið
Árni Matthíasson, verkstjóri mbl.is - Bloggið: Ábyrgðarlaust hjal?
Joanna Dominiczak, kennari og stjórnarmaður Samtaka kvenna af erlendum
uppruna - Útlendingar í fjölmiðlum
Málstofustjóri: Þór Jónsson, forstöðumaður almannatengsla í Kópavogi
Málstofa II - Formleg upplýsingagjöf
Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu - Hvað má lögreglan segja?
Áslaug Skúladóttir, formaður Félags fréttamanna og fréttamaður á Útvarpinu
- Skiptir þjóðerni fólks máli í fréttum af afbrotum?
Málstofustjóri: Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands
16.15 Kaffihlé
16.25 Samantekt frá málstofum
16.45 Pallborðsumræður
Dane Magnússon, formaður Félags Anti-rasista
Þorbjörn Broddason, prófessor við Háskóla Íslands
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins
17.15 Ráðstefnuslit - Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs
17:20 Léttar veitingar
Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Vinsamlegast skráið þátttöku í helga@ahus.is



Joanna Dominiczak (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband