Og þá er Reyðarfjörður eftir ...

Þessi aukna losun vegna Grundartanga árið 1996 er nú aðeins byrjunin. Eftir er að reikna aukninguna sem verður við það að álverið í Reyðarfirði verður tekið í fulla notkun. Þá eykst losunin um önnur 450.000 tonn eða upp í 4.700 þúsund tonn í allt.

Eins og bent er á í fréttinni þá má losun gróðurhúsalofttegunda ekki aukast um nema 10% til 2012, miðað við losun árið 1990 samkvæmt skuldbindingu okkar í Kýótó-bókuninni,  en er nú þegar 24%. Með álverinu í Reyðarfirði eykst losunun um rúm 10% í viðbót og þá er eftir að reikna með álverinu í Helguvík og á Húsavík.

Tekið skal fram vegna þessa að Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra veitti í fyrra álbræðslunum leyfi til að menga þetta magn án nokkurra sektargreiðslna og skyldi eftir opnu upp á 1.100.000 tonn í viðbót af "ókeypis" mengun, sem álrisarnir eru nú að keppast um að komast yfir.

Þetta er hið Fagra Ísland sem Samfylkingin stendur að, sem er einfaldlega framhald af störfum fyrri ríkisstjórnar.  Er ekki kominn tími til að snúa við blaðinu?

Óháð því sem gert verður þá munum við þurfa að greiða stórfé í sekt árið 2012 fyrir að framfylgja ekki Kyótóbókuninni. Er ekki kominn tími til að rukka álrisana um gjald eða á almenningur í landinu að borga brúsann?

 

 


mbl.is Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband