24.4.2008 | 20:46
Hannes kominn með fjögur mörk
Hannes Sigurðsson er nú kominn með fjögur mörk í sjö leikjum í sænsku úrvaldsdeildinni. Í lýsingu frá leiknum var hann sagður besti leikmaður Sundsvall og stendur þannig fyrir sínu þó svo að liðið sé í næst neðsta sætinu. Hann hlýtur með þessari frammistöðu að banka á dyrnar hjá landsliðsþjálfaranum en Hannes hefur ekkert fengið að spreyta sig með landsliðinu að undanförnu.
Þá er Eyjólfur Héðinsson einnig farinn að láta vita af sér en hann hefur verið fastamaður í GAIS eftir að hafa verið meiddur í upphafi leiktíðar.
Sölvi Ottesen var einnig í byrjunarliðinu hjá Djurgaarden, spilaði á miðjunni og átti tvo hættulega skalla að marki í fyrr hálfleik. Dýragarðurinn er í 3. sæti sænsku úrvaldsdeildarinnar og þjálfarinn íslenskur eins og flestir vita.
Þá spilaði Kári Árnason allan leikinn fyrir AGF þegar liðið náði jafntefli á útivelli gegn dönsku meisturunum FC Kaupmannahöfn.
Allir þessir fjórir hljóta að koma til greina í landsliðið.
![]() |
Hannes og Eyjólfur á skotskónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 212
- Frá upphafi: 463242
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 180
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.