28.4.2008 | 09:37
Fjögur systkini
Þetta voru ekki "bara" fjögur börn sem voru drepin af morðóðum Ísraelsmönnum heldur fjögur systkini. Þau voru drepin er þau sátu saman við morgunverðarborðið og snæddu morgunmatinn sinn.
Þetta gerist tveimur dögum eftir að Hamas hafði boðað vopnahlé sem Ísraelar voru fljótir að hafna.
Fyrir stuttu síðan gerðu Ísraelar tilefnislausa árás á fréttamann Reuters og drápu hann ásamt þremur ungum mönnum sem áttu leið framhjá af tilviljun.
Er ekki kominn tími til þess af alþjóðasamfélaginu að stöðva þessi ofbeldisverk Ísraela og setja þeim stólinn fyrir dyrnar? Nú er ágætt tækifæri til þess þar sem bæði er næg ástæða fyrir hendi og að auki er Hamas búið að bjóða 6 mánaða vopnahlé (og að viðurkenna landamærin frá 1967).
Sameinuðu þjóðunum ætti að vera í lófa lagi að krefjast þess að Ísraelar taki tilboði Hamas, annars verði sett algjört viðskiptabann á landið.
Fjögur börn létust í árás Ísraelshers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 63
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 458109
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 52
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sameinuðu Þjóðirnar hafa gert langan lista af samþykktum um Ísrael sem ísraelar hafa hunsað eins og ekkert væri þeim ánægjulegra. Fyrir utan listann langa af samþykktum sem BNA hafa stansað með neitunarvaldi sínu. Þetta er fyrirkomulag sem útilokar allar aðgerðir gegn Ísrael. Það skiptir engu máli hvaða hrylling þessir menn setja í verk; þeir eru algerlega ósnertanlegir af almenningsáliti heimsins, sem þeir svona by the way reyna af öllum mætti að hertaka með öllum tiltækum ráðum;
http://electronicintifada.net/v2/article9474.shtml
Leitaðu upp Hasbara á wikipedia áður en net-hermenn ísraels eyða þessum upplýsingum eða breyta þeim í sinn hag.
Jonni, 28.4.2008 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.